Starfsmenn á héraðsskjalasöfnunum á Húsavík

Radstefna_Husavik_2015_5

Starfsmenn héraðsskjalasafnanna eru nú staddir á Húsavík á seinni degi ráðstefnu félagsins. Hópurinn gaf sér tíma til að stilla sér upp á tröppum safnahússins áður en síðustu málstofunar hófust. Síðan munu ráðstefnugestir halda hver til síns heima gegnum hraunið í Aðaldal þar sem haustlitirnr skarta sínu fegursta.

Aðalfundur Félags héraðsskjalavarða á Íslandi

Radstefna_Husavik_2015_1

Stjórn Félags héraðsskjalavarða á Íslandi var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var 1. október 2015 í safnahúsinu á Húsavík. Af skýrslu stjórnar er ljóst að starfsemi félagsins hefur með ýmsum hætti bætt skjalavörslu á sveitarstjórnarstiginu, sérstaklega þegar horft er til skjalavörslu leik- og grunnskóla. Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum félagsins og en framhaldsaðalfundur verður haldinn í dag 2. oktbóber þar sem kosið verður í hina ýmsu samráðshópa á vegum félagsis.

Ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Húsavík

DSC_3720_unnin

Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings setur ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða. (Ljósm. GMH)

Í morgun hófst 5. ráðstefna Félags héraðsskjalavarða sem að þessu sinni er haldinn á Húsavík. Tæplega 30 skjalaverðir sitja í safnahúsinu á Húsavík og bera saman bækur sínar um hinn ýmsu efni sem tengjast skjalavörslu ía sveitarstjórnarstiginu. Til umfjöllunar eru brýn málefni skjalavörslu sveitarfélaga, en sú skjalavarsla er kjarnaatriði í heilbrigðri og gagnsærri stjórnsýslu þeirra. Fjallað hefur verið um eftirlitsskyldu héraðsskjalasafna með skjalahaldi sveitarfélaga, fjármögnun þess og tilhögun. Einnig miðlæga gagnagrunna á vegum ríkisstofnana sem snerta starfsemi sveitarfélaga og nauðsynlegt er að varðveita og hafa langtímaaðgengi að á héraðsskjalasöfnunum. Íbúaskrár hafa þar á meðal verið til umræðu.

Ástand skjalavörslu sviða, stofnanna og fyrirtækja Reykjavíkurborgar 2013

Skýrsla um skjalavörslu sviða, stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar árið 2013Skjalavarsla sviða, stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar var efni viðamikillar könnunar sem starfsmenn Borgarskjalasafns unnu haustið 2013. Skýrsla um niðurstöðurnar var kynnt borgaryfirvöldum í árslok 2014 í sérstakri skýrslu. Könnunin var hluti af eftirliti Borgarskjalasafns með skjalavörslu afhendingarskyldra aðila.

Mikið er spurst fyrir um skýrsluna og hér er beinn hlekkur á hana.

____

Úr formála:

Reglulegar kannanir á ástandi skjalavörslu og skjalastjórn hjá Reykjavíkurborg eru mikilvægar til þess að fá yfirsýn yfir stöðu mála hjá borginni í heild sinni og til að fá samanburð við ríkið. Slíkar kannanir eru einnig hluti af eftirliti Borgarskjalasafns Reykjavíkur með afhendingarskyldum aðilum.

Sú könnun sem gerð er grein fyrir í þessari skýrslu fór fram síðsumars og haustið 2013. Tilgangur hennar var meðal annars að kanna hvort breytingar hefðu orðið á ástandi skjalavörslu og skjalastjórn frá síðustu könnun sem gerð var árið 2006 en safnið vann einnig slíka könnun árið 1998. Könnunin veitir borgaryfirvöldum nauðsynlegar upplýsingar um ástand skjalamála og mun nýtast Borgarskjalasafni vel við að skipuleggja fræðslu, ráðgjöf og eftirlit á næstu árum. Read more

Ákvörðun Borgarskjalasafns um aðgang kærð

Úrskurðarnefnd um upplýsinganefnd er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum.

Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. … Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig aðauknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna. Read more

Nýr vefur – Einkaskjalasafn.is opnaður

 

Illugi Jökulsson Mennta- og menningarmálaráðherra opnaði vefinn Einkaskjalasafn.is í húsnæði Þjóðskjalasafns Íslands 16. apríl sl.

Einkaskjalasafn.is – samskrá yfir einkaskjalasöfn á Íslandi er afurð samstarfsverkefnis héraðsskjalasafnnanna 20, Þjóðskjalasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Vinnuhópur var skipaður árið 2012 til að vinna að því að útbúa samskrá yfir einkaskjalasöfn á Íslandi. Hópurinn safnaði saman upplýsingum um einkaskjalasöfn hjá opinberum skjalasöfnum auk Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns á einn stað með það að markmiði að bæta og einfalda aðgengi að þeim einkaskjalasöfnum sem eru í vörslu þessara stofnana.

Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir héraðsskjalaverðir á Akureyri og Ísafirði voru í hópnum fyrir hönd héraðsskjalasafnanna, Bragi Þorgrímur Ólafsson fyrir hönd Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Árni Jóhannsson og Njörður Sigurðsson, sem fór fyrir hópnum, fyrir hönd Þjóðskjalasafns Íslands. Umsjón með verkinu hefur Þjóðskjalasafn sem jafnframt á og rekur vefinn. Read more