Miðvikudaginn 23. janúar 2019 voru liðin 40 ár frá því að Bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkti á fundi sínum að stofna til héraðsskjalasafns fyrir Neskaupstað. Af þessu tilefni bauð Skjala- og myndasafn Norðfjarðar – Héraðsskjalasafnið í Neskaupstað, velunnurum sem og öðrum til kaffidrykkju í Safnahúsinu við Egilsbraut

Guðmundur Sveinsson
Guðmundur Sveinsson héraðsskjalavörður

Talsverður fjöldi lagði leið sína í Safnahúsið í tilefni dagsins og nutu góðra veitinga. Nokkrar ræður voru fluttar í tilefni dagsins. Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar flutti safninu kveðju og fjallaði um mikilvægi þess að safna og varðveita skjöl, Smári Geirsson sagnfræðingur og fyrrverandi formaður bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar tók í sama streng og  færði safninu að gjöf  bók á norsku sem var prentuð í Noregi 1892 og er með stimpli M. C. Bull veiðistjóra á hvalstöðinni í Hellisfirði í Norðfirði og Guðmundur Rafnkell Gíslason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað, fjallaði um mikilvægi skjalasafnsins fyrir sögu og samfélag og færði safninu fyrir hönd SÚN, höfðinglega peningagjöf til tölvukaupa og tæknivæðingar. Sigurður Rúnar Ragnarsson sóknarprestur í Neskaupstað fór einnig fögrum orðum um safnið og verk þess. Hann ánafnaði safninu ræðusafn sitt sem hefur orðið til í starfi hans sem sóknarprests undanfarin 20 ár. Fleiri tóku til máls.

 

Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og Guðmundur Sveinsson.
Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og Guðmundur Sveinsson.
Guðmundur Sveinsson með bókina góðu frá Hvalstöðinni í Hellisfirði.
Guðmundur Rafnkell Gíslason að afhenda Guðmundi Sveinssyni gjafabréfið Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar situr til hliðar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veislustjóri var Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og formaður Safnanefndar Fjarðabyggðar. Konur frá Kvenfélaginu Nönnu, elsta starfandi félagi á svæðinu stofnuðu 27. janúar 1907, sáu um veitingar og félagar úr Harmonikkufélagi Norðfjarðar léku nokkur lög.

Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar við ræðupúltið.
Harmonikku klúbbur Norðfjarðar.
Gestir

   

 

 

 

 

 

 

 

 

Héraðsskjalavörðurinn Guðmundur Sveinsson er einn öflugasti héraðsskjalavörður landsins, hefur verið vakinn og sofinn í þessi 40 ár við söfnun merkra skjala til sögu svæðisins.

 

Skjala og myndasafn Norðfjarðar – Héraðsskjalasafnið í Neskaupstað 40 ára