Skjalahnúturinn (Arkivknude, Arkivknut) er auðleysanlegur og skjalaverðir náðu umtalsverðum hraða í að binda böggla saman með honum á blómaskeiði hnútsins. Aðdáunarvert var að sjá hversu hratt frágangur í lok dags á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands gat gengið í gamla daga.
Hér eru leiðbeiningar um hvernig hnýta á hnútinn. Á dönsku heitir hnúturinn í daglegu tali arkivknude (skjalasafnahnútur) en er einnig nefndur løbeknude (hlaupahnútur) eða løkkeknude (lykkjuhnútur). Skýringarmyndin er úr Bestemmelser og vejledning vedr. aflevering til Rigsarkivet af arkivalier fra offentlige myndigheder og institutioner. Udgivet af Rigsarkivets 2. afdeling. København 1957. Bls. 7.

Figur 1. Gerð er lykkja á enda bandsins.
Figur 2. Bandinu er brugðið utan um skammhlið böggulsins og látið í gegnum lykkjuna og hert að.
Figur 3. Bögglinum er snúið við og bandinu sem fer yfir langhliðina á botninum er snúið einu sinni utan um skammhliðarbandið þannig að bandið haldist þétt að.
Figur 4. Bögglinum er snúið við aftur, langhliðarbandið er sett inn í lykkjuna undir langhliðarbandið á móti, yfir skammhliðarbandið til hægri og aftur undir langhliðarbandið hérna megin.
Figur 5. Endinn er látinn leggjast yfir lykkjuna og yfir langhliðarbandið á móti, rennt þar undir í lykkju og hert að.
Sé hnúturinn réttur er hægt að leysa hann auðveldlega með einu handtaki með því að kippa í lausa endann.

Þessi hnútur mun skv. einum heimildarmanni heita rúllupylsuhnútur á íslensku.

Í ensku er hnúturinn kallaður Archival knot og þýsku Archivknoten. Sjá myndband frá borgarskjalasafni Duisburg í Þýskalandi.
Arkivknut í sænsku myndbandi frá Arbetarrörelsens arkiv og bibliotek. Hann virðist vera einfaldari en sá hefðbundni dansk/íslenski.
H.S.