Gunnar Svavarsson og Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður Kópavogs Mánudaginn 18. febrúar afhenti Gunnar Svavarsson stjórnarmaður í Sögufélagi Kópavogs skjalasafninu safn Almanaks hins íslenska þjóðvinafélags frá upphafi 1874 til ársins 2004, um 1,5 hillumetrar. Bækurnar átti móðir Gunnars, Þorgerður Sigurgeirsdóttir (f. 1928).
Read moreVel heppnuð safnanótt
Gestir fylgjast með sýningu Sögufélags Kópavogs á gömlum myndum úr Kópavogi. Borgarskjalasafnið og Héraðsskjalasafn Kópavogs höfðu opið milli kl. 19 og 24 föstudagskvöldið 8. febrúar sl. í tilefni af Safnanótt. Um 170 manns sóttu Héraðsskjalasafn Kópavogs heim og Borgarskjalasafnið 381.
Read moreSafnanótt 2013
Safnanótt á höfuðborgarsvæðinu hefst í kvöld, föstudaginn 8. febrúar 2013. Hún er árviss viðburður og þáttur í Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Af héraðsskjalasöfnunum taka Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 3. hæð og Héraðsskjalasafn Kópavogs, Digranesvegi 7, þátt í dagskrá Safnanætur. Opið hús verður
Read moreDagur gagnaverndar
Í dag er haldinn hátíðlegur Dagur gagnaverndar 28. janúar 2013 á vegum Evrópuráðsins. Víða um heim er haldið upp á daginn sem „Einkalífsdaginn“ (Privacy Day). Um hátíðarhöld fyrri ára á þessum degi. Heimasíða Evrópuráðsins um gagnavernd. Dagurinn er haldinn hátíðlegur
Read moreLeiðbeiningar um færslu fundargerða hjá sveitarfélögum endurbirtar
Hér á vefnum birtist frétt 22. nóvember 2012 um nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða hjá sveitarfélögum. Þær leiðbeiningar hafa nú verið endurbirtar af innanríkisráðuneytinu í auglýsingu nr. 22/2013, 15. janúar 2013.
Read moreNý upplýsingalög
Héraðsskjalasöfnin eru opinberar skjalavörslustofnanir. Skv. 9. grein laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands fer um aðgang almennings að opinberum skjölum í þeirra vörslu skv. ákvæðum upplýsingalaga . Ný upplýsingalög hafa nú tekið gildi. Eftirfarandi texti er af heimasíðu Forsætisráðuneytisins 3.
Read more