Ný stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns Íslands skipuð

Menntamálaráðuneytið hefur skipað nýja stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns Íslands. Nefndin er þannig skipuð: Dr. Már Jónsson prófessor, formaður, dr. Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri skjalavörslusviðs Þjóðskjalasafns og Margrét Gestsdóttir sagnfræðingur, varaformaður. Þá á þjóðskjalavörður sæti í nefndinni samkvæmt stöðu sinni. Þjóðskjalavörður er Ólafur Ásgeirson.

Read more

Heppnuð Hafnarferð

Héraðsskjalaverðir voru ánægðir með viðtökur heimamanna á Höfn í Hornafirði á fundi þeirra með Þjóðskjalasafnsmönnum 22. og 23. september sl. Sigurði Hannessyni héraðsskjalaverði á Höfn og öðrum starfsmönnum Menningarmiðstöðvarinnar Nýheima eru færðar þakkir fyrir gestrisni og glæsilega umgjörð. Björg Erlingsdóttir

Read more

Skjalayfirlýsingin

Þjóðskjalavörður hóf málþing Þjóðskjalasafns Íslands með héraðsskjalavörðum á Höfn í Hornafirði sem stendur yfir 22.-23. september 2010 með því að kynna hina nýju Skjalayfirlýsingu Alþjóða skjalaráðsins(Universal Declaration on Archives). Í inngangsávarpi þjóðskjalavarðar lagði hann áherslu á að skjalaverðir kæmu fram einhuga

Read more

Athugasemdir vegna fréttar

Hinn 1. september sl. birtist frétt á vef Félags héraðsskjalavarða á Íslandi með fyrirsögninni „Nýsettar reglur Þjóðskjalasafns um rafræna skjalavörslu úreltar“.  Þjóðskjalavörður hefur farið þess á leit við ritstjóra vefsíðunnar að birta athugasemd við fréttina. Hér á eftir eru tenglar

Read more

Nýr héraðsskjalavörður í Dalabyggð

Valdís Einarsdóttir hefur verið ráðin héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Dalasýslu en það er skjalasafn sveitarfélagsins Dalabyggðar. Héraðsskjalasafn Dalasýslu var stofnað 1987 fyrir tilstuðlan Einars Kristjánssonar fyrrverandi skólastjóra Laugaskóla. Þá voru sveitarfélögin mun fleiri en nú er. Klofningshreppi var skipt á milli Fellsstrandarhrepps

Read more