Valdís Einarsdóttir hefur verið ráðin héraðsskjalavörður Héraðsskjalasafns Dalasýslu en það er skjalasafn sveitarfélagsins Dalabyggðar.
Héraðsskjalasafn Dalasýslu var stofnað 1987 fyrir tilstuðlan Einars Kristjánssonar fyrrverandi skólastjóra Laugaskóla. Þá voru sveitarfélögin mun fleiri en nú er. Klofningshreppi var skipt á milli Fellsstrandarhrepps og Skarðshrepps 1986. Hörðudalshreppur og Miðdalahreppur sameinuðust í Suðurdalahrepp 1992, Suðurdalahreppur, Haukadalshreppur, Laxárdalshreppur, Hvammshreppur, Fellsstrandarhreppur og Skarðshreppur sameinuðust í Dalabyggð 1994, Skógarstrandarhreppur sameinaðist Dalabyggð 1998 og Saurbæjarhreppur árið 2006.
Félag héraðsskjalavarða býður Valdísi velkomna til starfa.
Áhugasamir geta haft samband við Valdísi á netfangið safnamal@dalir.is .
Hér er krækja á síðu héraðsskjalasafnsins á heimasíðu Dalabyggðar.