leyndarskjalaverdir3

Þeir Íslendingar sem gegnt hafa störfum leyndarskjalavarðar eða Gehejmearkivar hjá Danakonungi: Árni Magnússon, staðgengill í fjarveru Rostgaards 1725-1730, Grímur Jónsson Thorkelín leyndarskjalavörður 1791-1829 og Finnur Magnússon leyndarskjalavörður 1829-1847.

Við breytingu á lögum um opinber skjalasöfn árið 2014 féll niður skylda Alþingis til þess að afhenda skjöl sín Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu.

Í umsögn 2. mars 2016 til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um þingsályktunartillögu um rafrænt snið þingskjala gagnrýnir héraðsskjalavörður Kópavogs þetta (sjá bls. 8-10) og bendir á að ekkert hafi komið í staðinn, skjalasafn Alþingis hafi að því er virðist sömu stöðu gagnvart borgurunum og leyndarskjalasafn (geheimarkiv) einveldiskonunga gagnvart þegnum. Enginn lestrarsalur, engar opinberar reglur og ekkert opinbert yfirlit um hvað er í skjalasafninu.

Bent var á fleiri athugunarefni varðandi opinbera skjalavörslu, rafræna stjórnsýslu og birtingu laga og réttarheimilda í umsögninni sem snerist þó einkum um birtingu Alþingistíðinda.

„Rafræn stjórnsýsla getur aðeins farið fram í sýndarveruleika, raungögn verða að liggja henni að baki, annars er hún aðeins eins og hver annar tölvuleikur. Forsenda rafrænnar stjórnsýslu er traust skjöl á föstu formi á öruggum stað til langframa.“ (bls. 5)

Skjalasafn Alþingis – leyndarskjalasafn?