Endurskoðaðar reglur um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala hafa verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda. Reglurnar voru staðfestar af Mennta- og menningarmálaráðherra 9. júní 2015 og tóku gildi 1. júlí 2015.

Reglur um skjalavistunaráætlanir afhendingarskyldra aðila nr. 571/2015

Reglur um málalykla afhendingarskyldra aðila nr. 572/2015

Reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila nr. 573/2015

Endurskoðun reglnanna kemur til vegna nýlegra laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Breytingar frá fyrri lögum fela í sér tilvísanir í lög, sameinuð ákvæði og breytingu orðalags. Reglurnar voru auglýstar til umsagnar 13. febrúar 2015
og bárust umsagnir frá fjórum aðilum. Hér má sjá umsögn héraðsskjalavarðar Kópavogs.

Reglurnar leystu af hólmi eftirtaldar reglugerðir frá 2010 sem þar með eru fallnar úr gildi.
Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um skjalavistunaráætlanir afhendingarskyldra aðila nr. 623/2010

Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla afhendingarskyldra aðila nr. 622/2010

Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila nr. 1065/2010

 

Reglur um grunnþætti opinberrar skjalavörslu