Skjalasafn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur opnað vefaðgang að 19.000 skjölum frá fyrsta áratug Atlantshafsbandalagsins 1949-1959.

http://archives.nato.int/

Áformað er að bæta við þau á næstu mánuðum. Meðal þess sem bætt verður við verða skjöl sem létt hefur verið af leynd og opinberuð skjöl frá hernaðarstarfsemi Atlantshafsbandalagsins auk fullkomins stafræns safns af útgáfuefni og veggspjöldum sem bandalagið hefur sent frá sér.

Byggt er á AtoM skráningarkerfi Alþjóða skjalaráðsins við vefaðganginn.

Skjöl NATO á netinu