Nú stendur yfir í Lundúnum ráðstefna um opna stjórnsýslu og er fyrsta deginum varpað í beinni útsendingu á netinu. Ráðstefnan er á vegum Open Government Partnership. Um er að ræða áhugavert efni sem varðar allan almenning. M.a. er fjallað um aðgang að upplýsingum, en öflug skjalavarsla er forsenda þess að hægt sé að veita slíkan aðgang. Skjalavarsla snýst nefnilega ekki aðeins um varðveislu gamalla skjala heldur einnig um daglegt skjalahald. Skjalavarsla hefst við myndun skjals.
Þess vegna er áskilið í lögum og reglugerðum að opinber stjórnvöld sem taka upp kerfi eða vélar utan um gögn sín verði að fá samþykki viðeigandi skjalavörslustofnunar þ.e. héraðsskjalasafns eða Þjóðskjalasafns áður en slíkt er tekið í notkun. Sé þetta ekki virt, er tæpast hægt að tala um gagnsæi eða opna stjórnsýslu.

Ráðstefna um opna stjórnsýslu