bréflegri ósk Svanhildar Bogadóttur borgarskjalavarðar hafa forsætisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti sett fram túlkun sína á  ákvæðum nýrra upplýsingalaga, þ.e. nokkurra þeirra sem lúta að breytingum á lögum um Þjóðskjalasafn Íslands.

Borgarskjalavörður benti á að ósamræmi væri í texta laganna þannig að héraðsskjalasafna og héraðsskjalavarða væri ekki ávallt getið þegar kveðið væri á um skyldur við veitingu og synjun aðgangs að skjölum, aðeins Þjóðskjalasafns og þjóðskjalavarðar.

Niðurstaða ráðuneytanna er byggð á 10. grein reglugerðar um héraðsskjalasöfn nr. 283/1994 en þar segir: „Héraðsskjalavörður skal fylgja sömu reglum og gilda í Þjóðskjalasafni um aðgang að skjölum og meðferð skjala í lestrarsal.“

9. grein c í lögum nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands gildir því skv. áliti ráðuneytanna einnig um héraðsskjalaverði: „Þegar sérstaklega stendur á getur þjóðskjalavörður ákveðið að synja um aðgang að skjali sem er yngra en 110 ára, svo sem þegar það hefur að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi.“

Þess má geta að þegar í athugasemdum við frumvarp til umræddra lagabreytinga vakti borgarskjalavörður athygli á ósamræmi lagatextans að þessu leyti. Ekki leiddi það til breytinga löggjafans á texta frumvarpsins.

Synjun aðgengis að skjölum yngri en 110 ára á héraðsskjalasöfnum