Opna í hreppsbók Reykholtsdalshrepps með tíundarskrá, 1643-1785. Elsta varðveitta skjal hrepps á Íslandi. Bókin er í vörslu Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar. Vonandi munu fundargerðir þær sem færðar verða skv. leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins ná a.m.k. 370 ára aldri eins og þessi bók.

Innanríkisráðuneytið hefur brugðist við gagnrýni héraðsskjalavarða á að ákvæði um færslu fundargerða voru felld úr sveitarstjórnarlögum.

Með Auglýsingu um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna nr. 977/2012 sem útgefin var 20. nóvember sl. eru hin brottföllnu lagaákvæði sett fram efnislega á ný ásamt nánari leiðbeiningum. Er það gert á grundvelli 19. greinar hinna nýlegu sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Því er fagnað að með þessu hefur verið komið til móts við áhyggjur héraðsskjalavarða.

Færsla fundargerða hjá sveitarfélögum