Áhorfendur á landsmóti UMFÍ á Laugarvatni 1965 3.-4. júlí. Einmuna veðurblíða var mótshelgina, yfir 20 stiga hiti og logn. Ljósmyndin er úr safni Tómasar Jónssonar, Héraðsskjalasafn Árnesinga afh. 2011/14 TJ_01362.
Áksverkefni Íþróttasambands Íslands og Félags héraðsskjalavarða á Íslandi stendur nú yfir en ÍSÍ er 100 á þessu ári. Skjalasöfn ýmissa íþróttafélaga hafa á undanförnum mánuðum verið afhent á héraðsskjalasöfnin. Nú í október var ein af gjörðabókum Umf. Laugdæla afhent á Héraðsskjalasafn Árnesinga. Það sem vekur helst athygli er hve ung bókin en en hún var færð á milli árana 1979 og 2006.
Umf. Laugdæla var stofnað á Laugarvatni 5. mars 1908 af 21 félagsmanni, en Indriði Guðmundsson trésmiður í Reykjavík og síðar bóndi í Laugarvatnshelli var einn helsti hvatamaðurinn að stofnun félagsins. Félagið var sama ár hluti af UMFÍ og samþykkti skuldbindingar þess, þ.á m. bindindisheitið. Félagið gaf út blaðið Laugdæling auk þess sem það starfrækti lestarfélag, kom að skógrækt og þá var leikhópur innan félagsins. Á undanförnum árum hefur félagið notið góðs af öflugu íþróttafólki við Íþróttakennaraháskóla Íslands á Laugarvatni.
Áður hafa tvær afhendingar frá Umf. Laugdælum borist Hérðasskjalasafni Árnesinga, þ.e. 1992/32 og 1994/23.