Nú í ár, 2012, hefur deginum verið valin yfirskriftin „Hljóð-og kvikmyndaarfsminni? Klukkan tifar“. (“Audiovisual heritage memory? the clock is ticking”).

Margt frumheimilda til sögu 20. og 21. aldarinnar eru hljóðrit og kvikmyndir, útvarps- og sjónvarpsefni.  Þetta er mikilvæg viðbót við hefðbundin skriflegan vitnisburð.

Hljóð- og hreyfimyndefni er sérstaklega viðkvæmt og hverfult vegna forms síns. Stór hluti af hljóðritum og kvikmyndum hefur glatast vegna hirðuleysis, eyðileggingar, hrörnunar og skorts á fjármunum, kunnáttu og möguleikum til vörslu. Með þessu hefur orðið tjón á minni mannkynsins. Mun fleira mun glatast ef ekki verður gripið til aðgerða.

Héraðsskjalasöfnin á Íslandi reyna eftir megni að stuðla að varðveislu þessa efnis, enda gengur það inn í skjalasöfn og telst hluti af því sem á að varðveita í þeirra samhengi. Þessi dagur er þörf áminning um það.

Opinber heimasíða dagsins

Alþjóðlegur dagur hljóðrita- og kvikmyndaarfsins 2012