her_husavik_umf_geisli

Átaksverkefni Íþróttasambands Íslands og Félags héraðsskjalavarða á Íslandi stendur nú yfir en ÍSÍ er 100 á þessu ári. Á næstu vikum viljum við vekja athygli á átakinu með fréttaskotum og myndum af merkum skjölum íþróttafélaga sem nú eru í vörslu héraðsskjalasafnanna. Við byrjum á Héraðsskjalasafni Þingeyinga á Húsavík.

Ungmennafélagið Geisli í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu var stofnað þann 14. júní 1908. Töluvert af skjölum frá Geisla er geymt á skjalasafninu. Þar á meðal er gjörðabók bók félagsins frá 1930-1955. Þessa teikningu sem birtist hér er að finna á upphafssíðu bókarinnar. Teikningin er eftir Ríkarð Jónsson myndskurðarmeistara.

Gjörðabók Umf. Geisla í Aðaldal