Út er komið í Svíþjóð hjá Ríkisskjalasafninu í Stokkhólmi ritið Det globala minnet. Nedslag i den internationella arkivhistorien. (Alheimsminnið. Gripið niður í alþjóðlegu skjalavörslusögunni), 422 blaðsíður að lengd. Ritið er fáanlegt hjá SVAR – Svensk arkivinformation, sjá hér.

Skjalasöfn eru mikilvægur þáttur í menningararfi hverrar þjóðar. Í þeim endurspeglast samfélagsástand, meðferð valds og lífsskilyrði fólks á löngum tíma. Þessi sýnisbók fjallar um sögu skjalavörslu nokkurra þjóða frá upphafi ritmáls til vorra tíma þegar rafræn gagnanotkun veldur vanda um víða veröld ef tryggja á varanlega skjalfestingu á atburðum samtíðarinnar. Í bókinni kemur skýrt fram að skjalasöfn eru hluti af valdi, bæði í þjóðfélögum sem teljast lýðræðisleg og alræðisleg. Starfsemi skjalasafna í öllum sínum fjölbreytileika er til umfjöllunar. Þar koma til mismunandi stjórnarform, lagalegir, lýðræðislegir og stjórnsýslustyðjandi þættir í starfsemi þeirra. Örlög skjalasafna í stríði og við hernám. Nútímalegt skjalahald er skipulagt með mismunandi hætti í hinum ýmsu löndum eins og skjalasöfnin sem menningar- og rannsóknarstofnanir.Einn kafli í ritinu er yfirlit um skjalavörslusögu Íslands eftir Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörð Kópavogs. Slíkt yfirlit um Ísland hefur ekki verið til á erlendum málum til þessa.Að ritstjórn hafa staðið: Louise Lönnroth fyrrverandi landsskjalavörður í Gautaborg, Lars Jörwall landsskjalavörður í Lundi, Alain Droguet forstöðumaður Archives départementales du Var í Frakklandi, Gunilla Nordström 1. skjalavörður og sviðstjóri við Ríkisskjalasafnið í Stokkhólmi, Bengt Danielson 1. skjalavörður við Landsskjalasafnið í Lundi og Per Forsberg Landsskjalasafninu í Gautaborg.

Yfirlit efnis:

  • Patrik Wallin. Forntiden och antiken. (Fornöld og klassísk fornöld).
  • Alain Droguet. Frankrike. (Frakkland)
  • Justin Klein. Nederländerna. (Holland)
  • Erik Norberg. Tyskland. (Þýskaland)
  • Daniel Sjöberg. Storbritannien. (Stóra Bretland)
  • Bodil Ulate-Segura. Spanien och Latinamerika. (Spánn og Rómanska Ameríka)
  • Renata Arovelius. Polen. (Pólland)
  • Lennart Samuelson. Ryssland. (Rússland)
  • Torbjörn Kjölstad. Danmark. (Danmörk)
  • Torbjörn Kjölstad. Norge. (Noregur)
  • Hrafn Sveinbjarnarson. Island. (Ísland)
  • Staffan Smedberg. Sverige. (Svíþjóð)
  • Anna Brita Lövgren. Finland. (Finnland)
  • Göran Kristiansson. Kanada. (Kanada)
  • Tom Sahlén. Förenta staterna. (Bandaríkin)
  • Tom Sahlén. Australien. (Ástralía)
  • Gunilla Nordström. Arkivbegreppet. Proveniensprincipen. (Skjalasafnshugtakið. Upprunareglan).
Söguyfirlit um íslenska skjalavörslu