Sýningarsalurinn í Kópavogsbíói í Félagsheimili Kópavogs.
Mánudaginn 10. september hefst í Héraðsskjalasafni Kópavogs sýning um Kópavogsbíó. Kvikmyndahúsið starfaði á árunum 1959-1975. Fyrstu árin eða til 1963 var það bæjarfélagið sjálft sem rak bíóið en 19. apríl það ár samþykkti bæjarstjórn að hætta rekstrinum og tók þá Félagsheimili Kópavogs við honum og sá um í 12 ár.
Á sýningunni er saga bíósins rakin í máli og myndum, t.d. með blaðaumfjöllunum, bréfum, yfirlitum sýndra mynda, bíóprógrömmum og stiklum kvikmynda sem sýndar voru í Kópavogsbíói.
Allir eru velkomnir á afgreiðslutíma safnsins kl. 10-16 virka daga.
Kópavogsbíó 1959-1975