Svanhildur Bogadóttir þegar hún var nýtekin við starfi Borgarskjalavarðar

Svanhildur Bogadóttir hefur hinn 10. september 2012 starfað sem Borgarskjalavörður Reykjavíkur í 25 ár. Af héraðsskjalavörðum hefur aðeins Aðalbjörg Sigmarsdóttir á Akureyri hærri starfsaldur.

Svanhildur er úr Kópavogi, fædd árið 1962, lauk BA prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands 1985. Að því loknu hélt hún utan til Bandaríkjanna til framhaldsnáms og lauk þar MA prófi 1987. Á námsárum sínum í Bandarikjunum starfaði hún í skjalasafni First Trinity Lutheran Church í Wall Street, einnig var hún næstráðandi við skjalasafn New York-deildar YMCA (KFUM). Borgarskjalavörður Reykjavíkur varð hún 10. september 1987 og hefur starfað ötullega að skjalavörslumálefnum Reykjavíkurborgar síðan og má sjá nokkuð af afrakstri þess mikla og góða starfs á vef Borgarskjalasafnsins.

Svanhildi er árnað heilla á þessum tímamótum og er þeirra hér minnst með nokkrum myndum frá ferli hennar.

   
Tæknivæðing ársins 1989 á Borgarskjalasafni Svanhildur við störf
   
Svanhildur og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri á sýningu Borgarskjalasafns
„Mundu mig ég man þig“ árið 2000 þegar
skjalasafnið var flutt að Tryggvagötu 15.
Svanhildur í ræðustóli
   
 Svanhildur við störf  Vefurinn www.euarchives.org opnaður þegar
ritið Evidence kom út en því ritstýrði Svanhildur
ásamt öðrum.
25 ára starfsafmæli borgarskjalavarðar