Ólafi Ásgeirssyni þjóðskjalaverði hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá embætti frá 1. júní 2012.
Ólafur er cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1971. Hann hefur verið þjóðskjalavörður frá 1. desember 1984 og á þeim tíma gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ólafur var áður skólameistari Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi í 7 ár. Hann hefur setið í ýmsum nefndum á vegum Alþjóða skjalaráðsins (ICA) og er heiðursfélagi þess. Ólafur var skátahöfðingi Íslands 1995-2004.
Staða þjóðskjalavarðar verður auglýst til umsóknar innan tíðar. Eiríkur G. Guðmundsson, settur þjóðskjalavörður, gegnir henni þar til ráðið hefur verið í starfið.
Þjóðskjalavörður lætur af störfum