Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur afhendir Aðalbjörgu Sigmarsdóttur bréf Björgvins Guðmundssonar tónskálds.
Fimmtudaginn 20. október afhenti Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarfræðingur Ph.d. fyrir hönd Tónlistarsafns Íslands Héraðsskjalasafninu á Akureyri nokkur bréf sem Björgvin Guðmundsson tónskáld skrifaði vini sínum Guttormi J. Vigfússyni skáldi í Lunar, Manitoba.
Bréfin skrifaði Björgvin þegar hann var við nám í Royal College of Music í Lundúnum á árunum 1926-1928. Í bréfunum lýsir hann meðal annars upplifun sinni af lífi og listum í Lundúnum, honum líst ekki meira en svo á þróun mála í listheiminum og talar t.d. um að hver sönghöllin eftir aðra sé lögð niður og breytt í hnefaleikahús, jafnvel Royal Albert Hall. Norma Guttormsson í Winnepeg afhenti Bjarka þessi bréf til varðveislu á Tónlistarsafn Íslands, en hann taldi þau betur komin á Héraðsskjalasafninu á Akureyri þar sem önnur skjöl frá Björgvin og Kantötukórnum eru varðveitt.
AS