Skipulags- og byggingafulltrúi Sveitarfélagsins Árborgar afhenti á dögunum skipulagsuppdrátt Selfosskauptúns sem staðfestur var af Atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti 2. ágúst 1939 og undirritaður af Ólafi Thors. Uppdrátturinn er 238 x 125,5 sm. og því stærsta afhending á Héraðsskjalasafn Árnesinga á þessu ári.
Sævar Logi Ólafsson skjalavörður, Bárður Guðmundsson Skipulags- og byggingafulltrúi og Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður með skipulagsuppdrátt Selfosskauptúns á milli sín.
Uppdrátturinn er vel varðveittur. Þetta eru þrjár stórar arkir límdar á léreft og uppdrátturinn varðveittur upprúllaður. Forvörður mun nú skoða uppdráttinn, lagfæra minniháttar skemmdir og þá verður skoðað með hvaða hætti best sé að varðveita hann til framtíðar.
ÞTM