Myndbrot, ljósmyndasýning Héraðsskjalasafns Árnesinga og Kaffi Krúsar verður í Kaffi Krús á Vori í Árborg. Á ljósmyndasýningunni getur m.a. að líta myndir Tómasar Jónssonar, Gísla Bjarnasonar og annarra en myndirnar tengjast lífi og starfi fólks á Eyrarbakka, Stokkseyri, Sandvíkurhreppi og á Selfossi, þ.e. sveitarfélögin sem nú eru Árborg.
Hér má sjá hluta af gömlu götumyndinni á Selfossi. Malarvegur báðum megin við brúna og fyrir norðan hús Kaupfélags Árnesinga, nú Ráðhús Árborgar sjást smiðjurnar en þar reis „Rúsínubúðin“ svokallaða. Þá er bragginn norðan við Tryggvaskála farinn auk nokkurra annarra hús sem sjást á þessari mynd. Í baksýn sést gosmökkurinn frá eldgosinu í Surtsey. Myndin er tekin 1963 eða 1964 og er ein margra merkra mynda í safni Tómasar Jónssonar.
ÞTM