Bjarni Bachmann fyrrverandi safnvörður og héraðsskjalavörður er látinn, níræður að aldri. Bjarni var fyrsti forstöðumaður safnanna í Borgarnesi og gengdi því starfi í aldarfjórðung á árunum 1969-1994.Bjarni vann þá mikið frumkvöðlastarf og m.a. sá sem vann með Hallsteini Sveinssyni að því að koma gjöf hans til safnanna um 1970. Með því var lagður grunnur að Listasafni Borgarness sem á um 500 listaverk í dag. Bjarni kom einnig á fót náttúrugripasafni, sem á m.a. viðamikið fuglasafn. Byggðasafn Borgarfjarðar efldist mjög um hans daga, svo og héraðsskjalasafnið og bókasafnið. Einnig var Pálssafni (bókasafni Páls Jónssonar) komið fyrir í Safnahúsi í hans tíð. Á þessum árum vann Bjarni mikið og óeigingjarnt starf fyrir söfnin, ásamt konu sinni Önnu Bachmann sem einnig starfaði þar.
Bjarni Bachmann fyrrverandi héraðsskjalavörður látinn