Niðurstöður af átaksverkefni Félags héraðsskjalavarða um skjalasöfn kvenfélaga og félaga kvenna hafa nú verið teknar saman í fyrstu skýrslu félagsins. Átakið hófst 15. apríl og lauk 15. nóvember. Haldið verður áfram að taka við afhendingum skjalasafna félaganna í héraðsskjalasöfnunum eins og héraðsskjalasöfnunum er skylt.
Verkefnið gekk vel. Fyrir átakið voru varðveitt skjöl frá 113 kvenfélögum í héraðsskjalasöfnunum, en eftir það frá 127 kvenfélögum, þ.e. aukning um 14 félög. Rúmuðust skjalasöfn kvenna og kvenfélaga fyrir átakið í 48,2 hillumetrum í héraðsskjalasöfnunum og við bættust 6,28 hillumetrar, það er um 11,5% aukning í magni.
Nýtt átak er áformað á nýju ári og verður viðfangsefni þess sóknarnefndir.
Skýrsla um fyrsta átaksverkefni Félags héraðsskjalavarða