Á bóndadaginn, 22. janúar s.l. opnaði örsýning á skjölum Héraðsskjalasafns Akureyrar. Fundið var efni sem tengdist þorranum í einkaskjalasöfnum, það ljósritað og sett í möppur.
Möppurnar voru síðan settar á áberandi stað á Amtsbókasafninu, sem er í sama húsi og Héraðsskjalasafnið. Í stað þess að halda hefðbundna sýningu þar sem skjöl eru lokuð í kössum var þessi leið valin til þess að færa skjölin nær almenningi, þ.e. gestum bókasafnsins, sem annars myndu ekki skoða skjöl skjalasafnsins. Sýningin mun standa út þorrann og ef vel tekst til verður reynt að halda áfram í sama dúr.
AS
Örsýning á Héraðsskjalasafni Akureyrar