Það er mikið um að vera í Héraðsskjalasafninu á Akureyri þessa dagana. Tólf vörubretti af skjölum komu þar í hús í gær og er nú unnið að því að koma skjölunum fyrir í hillur.
Teikninstofan Aflvís á Akureyri hafði um nokkurt skeið geymt hjá sér teikningar og önnur skjöl Slippstöðvarinnar á Akureyri, en nú tekur safnið við þeim til varðveislu.
Þarna er um að ræða mikið safn teikninga af skipum og önnur skjöl sem tengjast nýsmíði og viðgerðum á skipum. Geysimikil saga og fróðleikur hér á ferð og mjög góður áfangi að baki með því að koma skjölunum í öruggt hús. Endanleg skráning og frágangur verður að bíða betri tíma þar sem ekki er fjárveiting eða mannskapur til að vinna það verk.
Skjöl Slippstöðvarinnar á Akureyri afhent