Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings setur ráðstefnu Félags héraðsskjalavarða. (Ljósm. GMH)
Í morgun hófst 5. ráðstefna Félags héraðsskjalavarða sem að þessu sinni er haldinn á Húsavík. Tæplega 30 skjalaverðir sitja í safnahúsinu á Húsavík og bera saman bækur sínar um hinn ýmsu efni sem tengjast skjalavörslu ía sveitarstjórnarstiginu. Til umfjöllunar eru brýn málefni skjalavörslu sveitarfélaga, en sú skjalavarsla er kjarnaatriði í heilbrigðri og gagnsærri stjórnsýslu þeirra. Fjallað hefur verið um eftirlitsskyldu héraðsskjalasafna með skjalahaldi sveitarfélaga, fjármögnun þess og tilhögun. Einnig miðlæga gagnagrunna á vegum ríkisstofnana sem snerta starfsemi sveitarfélaga og nauðsynlegt er að varðveita og hafa langtímaaðgengi að á héraðsskjalasöfnunum. Íbúaskrár hafa þar á meðal verið til umræðu.