Skjalavarsla sviða, stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar var efni viðamikillar könnunar sem starfsmenn Borgarskjalasafns unnu haustið 2013. Skýrsla um niðurstöðurnar var kynnt borgaryfirvöldum í árslok 2014 í sérstakri skýrslu. Könnunin var hluti af eftirliti Borgarskjalasafns með skjalavörslu afhendingarskyldra aðila.
Mikið er spurst fyrir um skýrsluna og hér er beinn hlekkur á hana.
____
Úr formála:
Reglulegar kannanir á ástandi skjalavörslu og skjalastjórn hjá Reykjavíkurborg eru mikilvægar til þess að fá yfirsýn yfir stöðu mála hjá borginni í heild sinni og til að fá samanburð við ríkið. Slíkar kannanir eru einnig hluti af eftirliti Borgarskjalasafns Reykjavíkur með afhendingarskyldum aðilum.
Sú könnun sem gerð er grein fyrir í þessari skýrslu fór fram síðsumars og haustið 2013. Tilgangur hennar var meðal annars að kanna hvort breytingar hefðu orðið á ástandi skjalavörslu og skjalastjórn frá síðustu könnun sem gerð var árið 2006 en safnið vann einnig slíka könnun árið 1998. Könnunin veitir borgaryfirvöldum nauðsynlegar upplýsingar um ástand skjalamála og mun nýtast Borgarskjalasafni vel við að skipuleggja fræðslu, ráðgjöf og eftirlit á næstu árum. Read more