Þann 3. desember 2014 var haldinn fræðslufundar Félags hérðasskjalavarða á Íslandi um skjalavörslu leikskóla fyrir héraðsskjalaverði, forsvarsmenn leikskólamála hjá sveitarfélögum og leikskólastjóra. Átján héraðsskjalaverðir tengdust saman gegnum fjarfundarbúnað á fimmtán stöðum hringinn í kring um landið og voru ríflega 70 manns á fræðslufundinum.
Með fjarfundarbúnaðnum var hægt að sjá fyrirlesara og glærur á öllum stöðunum og fyrirlesarar gátu svarað spurningum gesta.
Á fundinum kynnti Sævar Logi Ólafsson skjalavörður á Héraðsskjalasafni Árnesinga skjalavistunaráætlun fyrir leikskóla í Árnessýslu og lýsti hvað héraðsskjalasafnið hefur verið að gera varðandi skjalamál leikskóla. Þá fjallaði Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um lög og reglugerðir er varða skjalamál leikskóla og upplýsingarétt en það erindi var að grunni byggt á fyrirlestri Sonju Wiium lögfræðings á Borgarskjalasafni fyrir leikskólastjóra í Reykjavík.
Að afloknu kaffi fjallaði Gísli Jón Kristjánsson verkefnastjóri á Borgarskjalasafni um niðurstöður könnunar Borgarskjalasafns á ástandi skjalavörslu hjá leikskólum borgarinnar og Eygló Traustadóttir, skjalastjóri skóla- og frístundasviðs kynnti leiðbeiningar um skjalavörslu leikskóla og málalykila fyrir leikskóla. Loks fjallaði Svanhildur Bogadóttir um skjalavistunaráætlun leikskóla, vinnuáætlun og eftirfylgni og voru umræður að því loknu.
Fundarstjóri var Hrafn Sveinbjörnsson, héraðsskjalavörður Kópavogs.