safnahusmyndir09_skagafj

Sólborg Una Pálsdóttir tók til starfa sem nýr héraðsskjalavörður Skagfirðinga nú í ágúst.  Hún er sagnfræðingur frá Háskóla Ísland. Árið 2003 útskrifaðist hún með MSc. gráðu í upplýsingatækni í fornleifafræði (Archaeological information System) frá Háskólanum í York og hefur einnig sótt fjölmörg námskeið um upplýsingakerfi, uppbyggingu gagnagrunna o.fl

Síðustu ár hefur Sólborg starfað hjá Minjastofnun (áður Fornleifavernd) við stöðlun, skráningu og miðlun upplýsinga um fornleifar á Íslandi. Þá hefur hún reynslu að skráningu muna og fornleifa í gangagrunna og hefur haldið fjölda fyrirlestra og ritað greinar um sagnfræðileg og fornleifafræðileg efni.

Sólborg er boðin velkomin til starfa og Unnari Ingvarssyni, sem hefur snúið sér að öðru eftir 14 ára farsælt starf sem héraðsskjalavörður Skagfirðinga, er þakkað ánægjulegt og gefandi samstarf.

Nýr héraðsskjalavörður Skagfirðinga