Forsíða Vetrarbrautarinnar 1918-1919, tímarits Ungmennafélagsins Ólafs páa í Laxárdalshreppi, Dalasýslu.
Í Héraðsskjalasafni Dalasýslu eru skjöl nokkurra ungmennafélaga varðveitt m.a. Ungmennafélagsins Ólafs Páa er stofnað var 11. febrúar 1909 og starfar það enn.
Fundur Umf. Ólafs Páa 7. júní 1925 að Spákellsstöðum
Formaður átaldi fundar- og félagsmenn fyrir þögn á fundum og hvatti menn til að tala og tala eins og maður væri að tala við kunningja sinn. … Á þessum fundi vor fluttar eftirtaldar ræður, auk upplesturs – og samtals – sem óþarflega mikið var gert að. Formaður Skúli Jóhannesson 16 ræður. Jóhann Bjarnason 13 ræður. Hallgrímur Jónsson 13 ræður. Óskar Sumarliðason gjaldk. 11 ræður. Fleiri töluðu ekki.
Fundabók ungmennafélagsins “Ólafur Pái” 1909-1928.