Þessa mynd tók Herbert Gränz málarameistari, 1963, þegar unnið var að því að koma steinkistu Páls biskups Jónssonar, 1155-1211, í kjallarann undir Skálholtskirkju. Kista Páls fannst við fornleifauppgröft í Skálholti 1954.
Fyrsta desember opnar Héraðsskjalasafn Árnesinga jólaljósmyndasýningu sína. Um er að ræða ljósmyndir sem varpað er með skjávarpa á 2×3 m skjátjald í glugga á Ráðhúsin Árborgar. Á árinu 2011 hafa verið skannaðar inn um 20.000 ljósmyndir á safninu og um helmingur þeirra verið skráðar inn í leitarbæran gagnagrunn. Á sýningunni eru tæplega 300 ljósmyndir sem rúlla á skjánum og mun þeim fjölga þegar nær dregur jólum. Myndirnar koma víðsvegar að úr sýslunni, en þær koma úr ljósmyndasöfnum frá Tómasi Jónssyni, Sigurði Jónssyni, bræðrunum Herbert og Gunnari Gränz, Árna Sverri Erlingssyni. Rögnu Hermannsdóttur, Eyjólfi Eyjólfssyni, Ellu dönsku Jónasson, Gísla Bjarnasyni o.fl.
Björn úr Firði sýnir æfingar á tvíslá á landsmóti UMFÍ í Hveragerði 1949. Ljósmyndari Daníel Ágústínusson.
SLÓ