fel_heradsskjalavarda_radstefna_2011_1

Héraðsskjalaverðir og starfsmenn héraðsskjalasafna heimsóttu Höfða í hádegishléi og fengu að skoða húsið undir tryggri leiðsögn Önnu K. Kristinsdóttur móttökufulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Hér má sjá hópinn samankominn á tröppunum.

Ráðstefna Félags héraðskjalavarða á Íslandi hófst í morgun, 10. nóvember 2011.  Félagið hefur staðið fyrir námskeiðum um skjalavörslu grunnskóla á árinu með skólastjórnendum og starfsmönnum grunnskóla um land allt. Ráðstefnan í dag og á morgun fjallar um skjalavörslu grunnskóla og ýmsa þætti skjalavörslunnar skoðaðir enn frekar með tilliti til samstarfs héraðsskjalasafna og grunnskóla. Mikil vinna er framundan við frágang og skráningu eldri skjala skólanna auk þess sem verið er að útbúa bréfalykla og skjalavistunaráætlanir fyrir skóla. Sú vinna er ýmist unnin af skólunum sjálfum en í flestum tilfellum eru héraðsskjalasöfnin skólunum til aðstoðar.

fel_heradsskjalavarda_radstefna_2011_2

Hrafnkell Lárusson héraðsskjalavörður Austfirðinga stýrir málstofum af miklum myndarskap.

Þá verður einnig fjallað um fyrirmæli í lögum um aðgang að skjölum, fundargerðir ráða og nefnda sveitarfélaga auk skjalavörslu héraðsskjalasafnanna sjálfra. Aðalfundur Félags héraðsskjalavarða á Íslandi verður einnig haldinn í dag.

Ráðstefna Félags héraðsskjalavarða á Íslandi