her_husavik_afhending_2011

Séra Sighvatur Karlsson og Snorri Guðjón Sigurðsson héraðsskjalavörður.

Séra Sighvatur Karlsson kom færandi hendi í Hérðasskjalasafn Þingeyinga þann 3. október og afhenti með viðhöfn allar líkræður sem hann hefur flutt í Húsavíkurkirkju og víðar frá því hann tók við embætti sóknarprests 5. október 1986. Tilefnið var aldarfjórðungs starfsafmæli klerks um þessar mundir. Samtals eru þetta 376 ræður til loka ársins 2010 og síðan mun Sighvatur að sögn afhenda líkræður sínar í lok hvers árs héðan í frá. Snorri Guðjón Sigurðsson, héraðsskjalavörður, sagði að þarna væru varðveittar miklar heimildir um gengna Þingeyinga og fleira fólk raunar. Þetta efni væri nú tiltækt á safninu og aðgengilegt ættingjum viðkomandi eða öðrum þeim sem væru að afla gagna um söguna og viðkomandi persónur. Sighvatur sagði að þarna væru að sjálfsögðu engar viðkvæmar persónulegar upplýsingar að finna, ræðurnar hefðu allar verið fluttar opinberlega og þá yfirfarnar af ættingjum hinna látnu.

SGS

Sr. Sighvatur Karlsson afhendir skjöl til Héraðsskjalasafns Þingeyinga