Annað námskeið um skjalavörslu grunnskóla á vegum Félags héraðsskjalavarða á Íslandi verður haldið 12. október n.k. Námskeiðið verður með sama sniði og námskeið sem haldið var miðvikudaginn 24. ágúst 2011. Fundurinn verður haldinn gegnum fjarfundabúnað og er ætlaður skólastjórum, starfsmönnum grunnskóla, sveitarfélaga, skjalastjóra auk starfsmanna á héraðsskjalasöfnunum. Það eru starfsmenn á menntasviði Reykjavíkurborgar og Borgarskjalasafni Reykjavíkur sem flytja fræðsluerindi, en menntasvið Reykjavíkurborgar hefur í samvinnu við Borgarskjalasafn og grunnskóla í Reykjavík unnið að gerð skjalavistunaráætlunar, leiðbeininga um skjalavörslu og málalykla fyrir grunnskóla borgarinnar.
Námskeiðið verður auglýst nánar þegar nær dregur og þá munu héraðsskjalasöfnin á hverjum stað veita upplýsingar.
Hér fylgja glærur frá námskeiðinu sem haldið var 24. ágúst.
borgarskjalasafn_leidbeiningar_skjalavarsla_grunnskola_april2011
skjalavistunaraaetlun_grunnskola
grunnskolar_leidbeiningar_um_skjalavorslu_24_08_11 grunnskolar_
log_og_reglugerdir_er_varda_skjalamal_og_upplysingarett