her_aust_no_28

Frá byggingu brúar yfir Eyvindará. Myndin er tekin 2001 og er úr myndasafni Huldu Jónsdóttur frá Freyshólum.

Vakin er atygli á nýrri ljósmyndasýningu á vef Héraðsskjalasafns Austurlands. Á sýningunni, sem nefnist Skyggnst til baka, koma margir ljósmyndarar við sögu. Myndirnar eru teknar víðsvegar á Austurlandi á 25 ára tímabili, þ.e. frá 1986-2001 og veita innsýn í mannlíf og framkvæmdir.

Flestar koma myndirnar á sýningunni úr ljósmyndasafni Vikublaðsins Austra. Nú er unnið í safninu að því að skanna filmusafn Austra, en það telur þúsundir mynda. Einnig höfum við leitað fanga í myndasöfnum Gunnsteins Stefánssonar frá Ekru og Huldu Jónsdóttur frá Freyshólum, en þau söfn eru varðveitt í Ljósmyndasafni Austurlands. Gunnsteinn tók töluvert af myndum í starfi sínu sem vatnamælingamaður en Hulda var áhugaljósmyndari og tók m.a. myndir af flestum kirkjum landsins.

Skráningu mynda er lengi hægt að bæta og þiggjum við með þökkum frekari upplýsingar (s. 471 1417 /nf. heraust@heraust.is ).

HL

Skyggnst til baka