Borgarskjalasafni barst nýverið skjöl frá Lilju Magnúsdóttur í kjölfar auglýsingar þar sem sérstaklega var óskað eftir skjölum kvenna. Í safninu eru ýmis skjöl tengd foreldrum hennar sem voru Helga Eiríksdóttir og Magnús Ágústson, málarameistara.
Í safninu eru meistarabréf, hjónaleyfisbréf forseta Íslands um að þau megi giftast, prófskírteini Magnúsar, námssamningur og fleira.
Það sem vekur sérstaka athygli í safninu eru nokkrar ljósmyndir af leikmönnum knattspyrnufélagsins Fram á árum áður. Hér fyrir neðan birtast tvær þeirra.
Fyrsta kvennalið Fram í handbolta. Hér hafði það verið að keppa á Skaganum árið 1944 og unnu Skagastúlkur með 7 mörkum gegn engu. Helga Eiríksdóttir er önnur af stúlkunum frá vinstri. Fyrir miðju er Hjördís Niessen markmaður.
Karlalið Fram í knattspyrnu. Á myndinni eru Gústaf Sigurbjarnarson, Eiríkur K. Jónsson, Geir Haukdal, Ósvaldur Knudsen, Kveldúlfur Grönvold, Þórólfur Karelsson, Tryggvi Forberg, Bolli Thoroddsen, Oddgeir Kjartansson, Linneus Östlund, Sveinn Gunnarsson, Karl Magnússon og Sigurður Ó. Lárusson.
Þeir sem hafa frekari upplýsingar um myndirnar og þá sem eru á myndunum eru hvattir til að hafa samband við Borgarskjalasafn Reykjavíkur.
SB