merki_125-125

Félag héraðsskjalavarða stendur fyrir málþingi  fyrir héraðsskjalaverði um skjalavörslu leikskóla og grunnskóla í tilefni Alþjóðlega skjaladagsins 9. júní 2010. Fjallað verður um skjalavistunaráætlanir og bréfalykla fyrir leikskóla og grunnskóla og velt upp spurningum um vörsluvanda á því sem myndað er inn í tölvukerfið Mentor og hugmyndum að lausnum á honum. Hér verður skýrt nánar frá málþinginu að því loknu.

Sjá einnig: Almennt um Alþjóðlega skjaladaginn og sérstaklega: Um Alþjóðlega skjaladaginn 2010

H.S.

Alþjóðlegi skjaladagurinn 9. júní 2010