Unnið er að því að bjarga skjölum úr rústum opinberra bygginga á Haítí. Mikilvægt er að þetta gerist hratt þar sem regntíminn er að hefjast. Einkum er þörf á vatnsheldum ábreiðum til að leggja yfir rústir sem í eru skjöl, verði það ekki gert munu skjölin eyðast á regntímanum. Alþjóða skjalaráðið vinnur að því að koma slíkum ábreiðum og öðrum nauðsynlegum búnaði til Port au Prince hið fyrsta.
Alþjóða skjalaráðið reynir í gegnum tengslanet Bláa skjaldarins að afla áreiðanlegra upplýsinga um það tjón sem orðið hefur á menningarverðmætum á Haítí. Allar þær upplýsingar munu gerðar aðgengilegar ríkisstjórnum og samtökum í skýrslu þar sem grein verður gerð fyrir því hvernig best er að standa að því að tryggja öryggi menningararfs landsins.
Sjá yfirlýsingu Alþjóða skjalaráðsins. http://www.ica.org/en/2010/02/11/ica-statement-haiti-needs