Blái skjöldurinn er menningarleg samsvörun rauða krossins. Þetta er verndarmerki sem er skilgreint í Haag sáttmálanum frá 1954 um verndun menningarverðmæta í vopnuðum átökum. Merkinu er ætlað að auðkenna menningarverðmæti þeim til verndar í slíkum átökum.

Alþjóðleg nefnd um Bláa skjöldin (The International Committee of the Blue Shield) var stofnuð árið 1996 af fimm alþjóðlegum samtökum til þess að ná fram markmiðum Haag sáttmálans.

Það má telja til tíðinda að Bandaríkin hafi nú loksins í mars síðastliðnum gerst aðilar að Haag sáttmálanum frá 1954 um verndun menningarverðmæta í vopnuðum átökum. Bandaríkin eru 123. ríki heims til þess að fallast á sáttmálann.

Frétt hjá UNESCO um þetta.

Yfirlýsing ýmissa bandarískra samtaka þeirra er varðveita menningararf, m.a. Bandaríska skjalavarðafélagsins til öldungadeildar Bandaríkjaþings.

Texti sáttmálans hjá UNESCO og hjá ICOMOS

Um sáttmálann hjá Bandarísku nefnd bláa skjaldarins.

Ísland er ekki aðili að þessum sáttmála, sem er dapurlegt fyrir þá sem starfa að varðveislu og verndun menningarverðmæta á Íslandi. Markmið sáttmálans er alþjóðlegt baráttumál skjalavarða og annarra sem varðveita menningarverðmæti.

HS

Bandaríkin gerast aðilar að Haag sáttmálanum um verndun menningarverðmæta í vopnuðum átökum