Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu standa að Safnanótt föstudagskvöldið 7. febrúar nk. Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Héraðsskjalasafn Kópavogs eru þau héraðsskjalasöfn á svæðinu sem hafa opið hús frá kl. 19-24 og dagskrá fyrir almenning við þetta tækfæri. Þjóðskjalasafn Íslands býður einnig upp á dagskrá undir yfirskriftinni Móðan og myrkrið á Safnanótt.
Dagskrá Héraðsskjalasafns Kópavogs að Digranesvegi 7, 200 Kópavogi.
Opið hús frá kl. 19:00 til 24:00.
Kvikmyndir úr Kópavogi
Skjalasafnið sýnir í samstarfi við Sögufélag Kópavogs sögulegar kvikmyndir úr bænum sem varðveittar eru í Kvikmyndasafni Íslands. Elstu kvikmyndabrotin eru frá 1921 og eru mörg afar fágæt, t.d. kvikmyndin Að byggja eftir Þorgeir Þorgeirson sem gerð var í tilefni af 10 ára afmæli Kópavogskaupstaðar 1965. Myndirnar verða sýndar reglulega allt kvöldið.
Skólar í skjölum
Opnuð verður sýning um skóla í Kópavogi. Rifjið upp gömlu kennslubækurnar og stólana, ritvélar og Commodore 64 og fleiri hjálpartæki skólalífsins. Ýmis skjöl er varða upphaf almenningsfræðslu í Kópavogi verða einnig dregin fram í dagsljósið.
Skoðið skjalasafnið
Skjalaverðir leiða gesti í skoðunarferð um geymslur safnsins, þar sem kennir ýmissa grasa. Hvað eru margir hillumetrar af Breiðabliki í skjalasafninu? Af hverju geymir skjalasafnið sög? Af og til allt kvöldið.
Verið velkomin á Safnanótt í skjalasafninu!

Dagskrá Borgarskjalasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð, 101 Reykjavik.
Opið hús frá kl. 19:00 til 23:59.
Sýning á skjölum tengdum dansi og hreyfingu, Valentínusarkortagerð, greiningu á ljósmyndum og fleira.

19:00-20:00 Klúbbur 44
Klúbbur 44 er klúbbur eiginkvenna pípulagningamanna sem hélt uppi öflugu starfi um árabil og  afhenti Borgarskjalasafni skjöl sín til varðveislu. Safnið leitir nú til almennings með að þekkja fólk og atburði á ljósmyndum Klúbbsins eða einfaldlega skoða þær. Viltu setjast niður með kaffi- eða tebolla og aðstoða starfsmann  við verkið?

19:30-20:00 Vinir Skúla
Nokkrir fjallhressir karlar úr Söngfélagi Skaftfellinga syngja saman nokkur lög í léttum dúr eins og Skaftfellingum er einum lagið, við undirleik Friðriks V. Stefánssonar.

19:30-21:30 Ástin í fyrirrúmi
Borgarskjalasafn býður fólki að koma og gera Valentínusarkort eins og sköpunargleðin blæs þeim í brjóst, en Valentínusardagur er 14. febrúar. Leiðbeinandi í kortagerð er Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður og safnið býður upp á föndurefni.

20:30-21:00 Hver er á reiðhjólinu?
Borgarskjalasafn hefur unnið að skönnun á ljósmyndum sem bárust með skjalasafni Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Safnið býður nú almenningi að koma og skoða ljósmyndirnar og hjálpa starfsmanni að þekkja fólk og atburði á ljósmyndunum. Hvetjið hjólreiðafólk að heimsækja safnið og athuga hvort þeir sjálfir eða aðrir sem þeir þekkja eru á myndunum.

20:30 og aftur 21:00 og 21:30  Syndirnar sjö
Dansverk unnið saman af nemendur og tveimur kennurum Klassíska listdansskólans, sem heldur upp á 20. ára afmæli sitt um þessar mundir. Dansararnir eru Alma Kristín, Anna Lind, Arney, Bergdís, Dagmar, Sólbjört og kennarar þeirra River Carmalt og Hrafnhildi Einarsdóttur. Dansverkið heitir Syndirnar sjö.

22:00-22.40 Varsjárbandalagið
Fjörug klezmer tónlist. Varsjárbandalagið kemur til skjalanna og leikur fjöruga klezmer-tónlist eins og þeim einum er lagið.

21:00-23:30 Í minningu Melavallar
Sýning á tjaldi á ljósmyndum af Melavelli og öðru tengdum honum. Tilvalið að setjast niður með kaffisopa og staldra við og rifja upp minningar frá liðnum tíma með börnum og barnabörnum.

Safnanótt 7. febrúar 2014