her_aust_aldaspegill

Héraðsskjalasafn Austfirðinga hefur opnað nýja ljósmyndasýningu á heimasíðu skjalasafnsins. Að þessu sinni koma myndirnar sem við bregðum upp á heimasíðunni úr ýmsum áttum og ná í tíma yfir alla 20. öldina. Ljósmyndasafninu hafa á undanförnum árum verið afhent mjög stór myndasöfn og má þar nefna Ljósmyndasafn Austra og söfn blaðamannanna Sigurðar Aðalsteinssonar og Önnu Ingólfsdóttur auk myndasafns Guðmundar R. Jóhannessonar. Drjúgur hluti safnskostsins er þó þannig til komin að hingað kemur fólk með persónuleg myndasöfn. Slík söfn eru sjaldan stór en segja engu að síður merkilega sögu og er meirihluti myndanna sem við sýnum sóttur í söfn af þeim toga. Þá hefur færst í vöxt að safninu séu færðar myndir á stafrænu formi (á CD diskum) og höfum við einnig leitað fanga þar fyrir þessa sýningu.

HL

Aldaspegill