Héraðsskjalaverðir Kópavogs og Árnesinga hafa sent samgöngunefnd Alþingis sameiginlega umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga með skjalavörslu sveitarfélaga í huga. Umsögnin er að stærstum hluta óbreytt frá þeirri sem innanríkisráðuneytið fékk áður við drög að frumvarpinu, en hún mætti litlum skilningi þar.
Helstu tvö áhersluatriði umsagnarinnar eru annars vegar varðveisla skjala sem undanþegin verða upplýsingarétti almennings skv. fyrirliggjandi frumvarpi til upplýsingalaga og hins vegar ákvæði um færslu fundargerða sem standa í gildandi lögum en fella á niður og í ákvörðunarvald ráðherra í frumvarpinu. Þarna er um brýna almannahagsmuni að ræða, að skjöl séu mynduð þannig að þau hafi raunverulegt gildi og að saga rekstrar á vegum sveitarfélaga sem fer fram á einkaréttarlegum grunni hverfi ekki.
Fleiri mikilsverð atriði koma fram í umsögninni.