Starfsfólk og sveitarstjórnarskrifstofu Flóahrepps og starfsmenn Héraðsskjalasafns Árnesinga hafa á þessu ári unnið sameiginlega að gerð bréfa-/málalykils fyrir Flóahrepp. Samhliða gerð lykilsins hafa verkferlar við skráningu skjala/erinda í bréfa-/málasafn sveitarfélagsins verið endurskoðaðir. Lokið var við gerð bréfa-/málalykilsins núna í október og samþykkti Héraðsskjalasafn Árnesinga lykilinn 2. nóvember. Annars vegar er um að ræða tilraunaútgáfu sem gildir frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2011 og svo lykill sem gildir frá 1. janúar 2011 til 31. desember 2015. Sveitarstjórnarskrifstofa Flóahrepps er fyrsta sveitarstjórnarskrifstofan sem hefur samþykktan bréfa-/málalykil.
Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri Flóahrepps og Þorsteinn Tryggvi Másson héraðsskjalavörður á skrifstofu Flóahrepps þegar Þorsteinn afhenti Margréti staðfestingu héraðsskjalasafnsins á að bréfa-/málalykill Flóahrepps væri í samræmi við reglur afhendingarskyldra aðila nr. 622 dags. 30. júní 2010 en reglurnar eru settar á grundvelli 3. tölul. 4.gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands og tóku gildi 1. ágúst 2010.