Héraðsskjalasafnið á Akureyri opnar föstudaginn 19. febrúar nýja heimasíðu með vefslóðinni http://herak.is. Síðan er hönnuð hjá Stefnu á Akureyri og unnin í vefumsjónarkerfinu Moya.
Á síðunni er að finna upplýsingar um safnið, sögu þess, starfsemi og þjónustu. Þar er einnig að finna ýmsan fróðleik um skjöl, aðgang að þeim og afhendingarskyldu. Síðast en ekki síst má nefna að hægt er að sjá yfirlit yfir skjalaskrár safnsins, t.d. hvaða stofnanir, félög og einstaklingar eiga skjöl í safninu og fara inn á nánari skrá um skjöl hvers og eins. Fyrirspurnir til safnsins má senda á netfangið herak@herak.is.
AS
Ný heimasíða Héraðsskjalasafnsins á Akureyri