Oft, þegar fjallað er um upplýsingatækni, er létt skautað yfir langtímavörslu upplýsinga, stöðugleika þeirra og skjalavörslu, eignarhald á þeim, og í beinum tengslum við það ábyrgð og aðgengi til langframa. Frá sjónarhorni skjalavarða sem hafa stöðugleika, öryggi og áreiðanleika að leiðarljósi með réttinn til skjala í huga hlýtur þetta að teljast ískyggilegt. Efasemdarraddir um vélræna samtengingu upplýsinga og persónunjósnir heyrast einnig sjaldan í tengslum við þetta sem vekur einnig áhyggjur meðal þeirra sem vilja vernda borgaraleg réttindi og réttinn til einkalífs og persónuöryggis.

Kjarni málsins er að stafrænt form er afskaplega hentugt og skilvirkt til allrar vinnslu og meðferðar, en afleitt til vörslu og vottunar.

Hér eru nokkrir tenglar til vefja stjórnvalda, áhugamanna og hagsmunaaðila er snúast um rafrænar upplýsingar, meðferð þeirra og vottun.

Auk þess eru hér tenglar til vefja sem fjalla um tilraunir til að varðveita gögn á rafrænu formi til langframa. Tíminn einn mun leiða í ljós hvað út úr þeim tilraunum kemur, en umtalsverðir fjármunir hafa verið lagðir í þetta og bæði miklir almannahagsmunir og miklir sérhagsmunir í húfi.

Netríkið Ísland, stefnuskrá

Upplýsingatæknivefur forsætisráðuneytisins

Skilríkjavefur fjármálaráðuneytisins

Íslandsrót, rótarskilríkjavefur fjármálaráðuneytisins

Upplýsinga- og þjónustuveita stjórnvalda á Íslandi

Fagstaðlaráð í upplýsingatækni undir Staðlaráði Íslands

Samtök íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja SUT, hópur innan Samtaka iðnaðarins

Skýrslutæknifélag Íslands

Félag um stafrænt frelsi á Íslandi

Datamarket, gagnatorg, markaðssvæði fyrir tölfræði og töluleg gögn

Rafræn skjalavarsla á vegum Þjóðskjalasafns Íslands

Öldungadeild Skýrslutæknifélagsins

Stafræn varsla (Digitalbevaring) vefur Ríkisskjalasafnsins o.fl. í Danmörku

Stafræna varðveislubandalagið í Bretlandi (Digital Preservation Coalition)

Stafræna vörslumiðstöðin í Bretlandi (Digital Curation Center)

Þjóðaráætlun um rafræna upplýsingainnviði og varðveislu í Bandaríkjunum (Library of Congrress, National Digital Information Infrastructure and Preservation Program)

Nestor, þekkingarnet um langtímavarðveislu og langtímaaðgengi stafrænna gagna í Þýskalandi (Nestor, das Kompetenznetzwerk Langzeitarchivierung und Langzeitverfügbarkeit digitaler Ressourcen in Deutschland)

Arkarverkefnið í Baden-Württemberg

Sameiginleg nefnd æðri menntastofnana í Bretlandi um upplýsingakerfi (Joint Information Systems Committee JISC)

Samvinnuverkefni evrópskra bóka- og skjalasafna um varðveislu og langtímaaðgengi rafrænna gagna (Planets – Preservation and Long-term Access through NETworked Services)

Opna Planets stofnunin til þróunar á niðurstöðum evrópska Planets verkefnisins (Open Planets Foundation)

Stafræn varðveisla í Evrópu (DPE – Digital Preservation Europe)

Camileon verkefnið

Stafrænt óminni, Wikipedia grein (Digital amnesia)

Stafræn varðveisla, Wikipedia grein (Digital preservation)

Myrkar aldir stafrænu, grein á Wikipedia (Digital Dark Age)