Siðaskrá (Code of ethics) var sett skjalavörðum á 13. þingi Alþjóða skjalaráðsins í Beijing 6. september 1996 og er ætlað að ná til allra sem starfa við skjalavörslu og stjórn skjalavörslustofnana.
Almenna skjalayfirlýsingin var gefin út á ársfundi Alþjóða skjalaráðsins í Osló 17. september 2010. Henni er ætlað að setja fram í knöppu formi helstu einkenni skjalasafna og þær grunnkröfur sem gera þarf til umsýslu þeirra til að tryggja aðgengi að þeim svo lengi sem þörf er á. Tilgangur hennar er stuðningur við og kynning á skjalasöfnum og skjalavörslu sem beinist að hinum almenna borgara.

Siðaskrá Alþjóða skjalaráðsins (ICA) – Codex ethicus

Almenna skjalasafnayfirlýsingin – Declaratio universalis de archivis

Grundvallarreglur um aðgengi að skjalasöfnum

Ýmsar siðareglur skjalavarða, sagnfræðinga og fornleifafræðinga

Fréttabréf starfshóps Alþjóða skjalaráðsins um mannréttindamál – Human Rights Work Group ICA