Skjalavörslustofnanir gegna lykilhlutverki við að tryggja almenningi aðgengi að skjölum. Þær eiga ekki aðeins að veita aðgengi að skjölum sem þær varðveita sjálfar, heldur einnig að sinna eftirliti með skjalahaldi og skjalavörslu stjórnvalda í dagsins önn.

Prentfrelsistilskipunin (Tryckfrihetsförordningen) í Svíþjóð 1766 og Yfirlýsingin um skjalaréttindi manna í Frakklandi 1793 er upphafið að þessu og var stefnt gegn upplýsingaeinokun og ritskoðun einveldis og valdamikilla aðalsmanna. Franska yfirlýsingin markar upphaf nútímalegra skjalasafna í Evrópu. 37. grein hennar kveður á um réttindi borgaranna til að glöggva sig á opinberum skjölum.

Grundvöllur raunverulegs lýðræðis er umræða sem byggist á þekkingu. Prent-, skoðana- og tjáningarfrelsi er því samtvinnað og háð rétti hins almenna borgara til óhefts aðgengis að skjölum þ.e. áreiðanlegum upplýsingum. Opin stjórnsýsla og gagnsæi felur í sér að auðveldara er að draga stjórnvöld til ábyrgðar og hefur í för með sér minni hættu á spillingu, mútum og misferli. Þetta tengist m.a. réttinum til vitneskju um mengun í nánasta umhverfi borgaranna þ.e. sótt-, efna- og geislamengun, neytendavernd og stjórnsýslusiðgæði.

Þetta vekur t.d. spurningar, eftir efnahagshrun Íslands, um ástæður þess að skjalavörslustofnanir á Íslandi eru svo veikburða sem raun ber vitni m.a. vegna langvarandi fjársveltis.

Leynd á ýmsum sviðum samfélagsins til að tryggja tiltekna hagsmuni veldur undantekningum frá opinni stjórnsýslu t.d. ríkisleyndarmál, oft hernaðarleg, til varnar leyniþjónustustarfsemi eða í almannavarnaskyni, viðskipta- og iðnaðarleyndarmál og bankaleynd. Einkalífshagsmunir og persónuvernd eru einnig þáttur í undantekningum frá almennu gagnsæi.

Um það hversu takmarkað eða takmarkalaust aðgengi að opinberum skjölum á að vera er stöðugt álitamál og deiluefni og er skemmst að minnast aðgerða WikiLeaks samtakanna og viðbragða við þeim.

Aðgangur að skjölum í vörslu opinberra skjalasafna á Íslandi er skv. upplýsingalögum er sett voru 1996 og stjórnsýslulögum.

Mál sem í grunninn eru þessu skyld og snúa að upplýsingaeinokun á grundvelli einkaréttar á hug- og vélbúnaði í tölvugeiranum hafa mætt hreyfingum sem titla sig Open á ensku (Open Data, Open Source, Open Content, Open Access).

Hér fylgja nokkrir tenglar til fróðleiks og umhugsunar í þessum efnum.

Sænska prentfrelsistilskipunin 1766 – Tryckfrihetsförordningen

Um sænsku prentfrelsistilskipunina

Lögin 7. Messidor árið II (25. júní 1794) – Yfirlýsingin um skjalaréttindi manna

Yfirlitsgrein Wikipedia um löggjöf um aðgengi að upplýsingum víða um heim

Alþjóða gagnsæissamtökin – Transparency International

Árósasamþykkt UNECE

Samstarfsvettvangur um opna stjórnsýslu – Open Government Partnership

Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi (Slóð á vefsafn.is)

Blaðamannafélag Íslands

Nefnd fréttamanna í þágu prentfrelsis í Bandaríkjunum – Reporters Committee for the Freedom of the Press

Skýrsla Nefndar fréttamanna í þágu prentfrelsis um einkavæðingu gagnvart rétti almennings til vitneskju – Reporters Committee for the Freedom of the Press: Privatization v. the Public’s Right to Know

Þjóðfylking um upplýsingafrelsi í Bandaríkjunum – National Freedom of Information Coalition

Þjóðarstofnunin um fjármuni í ríkisstjórnmálum í Bandaríkjunum – National Institute on Money in State Politics

Alþjóðanet upplýsingafrelsislögmanna – The Global Network of Freedom of Information Advocates

Þýska upplýsingafrelsisfélagið – Deutsche Gesellschaft für Informationsfreiheit

Hollenska hreyfingin “Við treystum ekki kosningatölvum” – We do not trust voting computers

Þýsk stjórnvöld er fjalla um persónuvernd og upplýsingafrelsi – Der Bundesbeauftragte für den Datenschutz und die Informationsfreiheit

EFF – Stofnunin rafræn landamæri

International Modern Media Institute

Um upplýsingalög í Bandaríkjunum