Í lok síðasta árs var birt í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla grein Varðveisla gagna í stjórnsýslunnieftir Kristínu Benediktsdóttur og Trausta Fannar Valsson, dósenta við Lagadeild Háskóla. Þarna er farið yfir lög og reglur er varða skjalavörslu á Íslandi, skýrt hvaða skyldur og ábyrgð hvílir á opinberum aðilum við varðveistlu skjala og bann við eyðingu skjala án heimildar Þjóðskjalasafns Íslands. Þá er fjallað um þá miklu hagsmuni sem fylgja skjalavörslu, þ.e. að upplýsingar í skjölum séu tryggðar m.t.t. réttinda borgara o.fl. Meginniðurstöður greinarinanr eru að öll skjöl sem hafa orðið til og tilheyra starfsemi afhendingarskyldra aðila falla undir gildissvið laga um opinber skjalasöfn, skjöl bera að varðveita nema til komi sérstök fyrirmæli eða heimildir til grisjunar að hálfu Þjóðskjalasafns Íslands, Þjóðskjalasafn hefur eftirlit með framkvæmd laganna.

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni